Vertu með á Iceland Line Dance Festival 2025!

April 23, 2025

Ekki missa af frábærri línudanshátíð 12. og 13. septmber 2025 í Íþróttahúsinu Digranesi. Danskennararnir Óli Geir og Jóhann Örn taka vel á móti þér og fjölmörgum öðrum gestum sem koma víða að.

Von er á yfir 100 þátttakendum frá Englandi, Færeyjum, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og fleiri löndum.

Ásamt Óla Geir og Jóa verða frábærir erlendir gestakennarar sem kenna á hátíðinni.

  • Niels Poulsen frá Danmörku
  • Dee Musk & Nikki Napier frá Englandi
  • Amund Storsveen & Thomas Larsen frá Noregi

Hvort sem þú ert stutt eða lengra kominn í línudansinum geturðu verið með og skemmt þér konunglega. Boðið er upp marga klukkutíma af danskennslu, skemmtilegt partý og glæsilegt lokakvöld 13. september með mat, skemmtiatriðum og dansi.

Íþróttahúsinu Digranesi verður breytt í glæsilegan danssal með fyrsta flokks hljóðkerfi, stóru sviði fyrir kennsluna, flottu dansgólfi og ljósashowi.

Þessi heimasíða er öll á ensku fyrir utan þennan póst og greiðslur fyrir hátíðina eru gerðar í evrum sem einfaldar allt utanumhald þegar gestir koma svo víða að.

Nú er málið að bóka pláss á hátíðinni og fara að hlakka til !